North Iceland Trail Running bjóða upp á göngu eða hlaupaferðir á afskektum stöðum á norðausturlandi. Við bjóðum upp á helgarferðir allar helgar sumarið 2022, eins er hægt að óska eftir dagsferð eða lengri ferðum. Við mótum ferðirnar að óskum fólks. Gott er að sjá sýnishorn af þeim leiðum sem eru í boði á myndunum hér fyrir neðan og lýsing á þeim á HOME síðunni. North Iceland Trail Running (nicerun) er staðsett á Ytra-Áland sem er 20 km frá Þórshöfn, það er flogið frá Reykjavík/Akureyri til Þórshafnar seinnipart á föstudegi og flogið frá Þórshöfn til Akureyrar/Reykjavíkur seinnipart sunnudags.


Helgarferð

(seinnipartur á föstudegi-sunnudags)

Verð: 80.000 kr

Tilboð 50.000kr

Gönguferðir 2023

23-25 júní 2023

21-23 júlí 2023

Hlaupaferðir 2023

28-30 júlí 2023

Hægt er að senda fyrirspurn um helgar í ágúst hvort sem er í göngu- hjóla eða hlaupaferðir í gegnum nicerun@outlook.com eða í síma 8490484

Innifalið er

· Gisting í 2 nætur

· 3 göngu eða hlaupaferðir með leiðsögn og skutli til/frá áfangastað

· Fullt fæði á meðan dvölinni stendur

o Dagur 1: eingöngu kvöldmatur innifalinn

o Day 3: eingöngu morgunmatur og nesti innifalið

Það þarf að lámarki 4 skráningar svo ferðin eigi sér stað

Tekið er á móti bókunum í gegnum nicerun@outlook.com eða í síma 8490484

Gönguferð Nicerun

Ég fór ásamt 5 öðrum  í 3ja daga göngu með NiceRun og áttum við magnaða upplifun þar í fallegu veðri og yndislegu umhverfi sem nærir líkama og sál. 

Gistum á Ytra Álandi í fullbúnum rúmum með mat og var það sannkallaður veislumatur sem var reiddur fram af Úlfhildi alla 3 dagana. 

Við gengum um Rauðanes á föstudagskvöldinu, á laugardeginum gengum við Jökulsárgljúfrið eða austan megin við Jökulsá 25km í sól og hita og farið var svo  í sundlaugina í Lundi eftir fullkominn dag, á sunnudeginum var svo gengið frá Núpskötlu yfir Rauðanúp að Grjótnesi.Gef ég þeim gestgjöfum Úlfhildi og Ragnari sem var með okkur í göngunum og fræddi okkur um staði og menn fullt hús stiga.Maturinn, gistingin og fararstjórnin til fyrirmyndar - Mæli með þessu fyrir alla náttúruunnendur og útivistafólk.Takk fyrir frábæra upplifun.

Valbjörg Þórðardóttir

Hlaupaferðir Úlfhildar

Ef „WOW“ væri íslenskt lýsingarorð, mundum við trúlega nota það til að reyna að ná yfir þá upplifun sem við urðum fyrir um síðastliðna helgi. Að hlaupa utanvegahlaup um svæðið í kringum Ytra-Áland í Þistilfirði á Norðausturlandi í fylgd Úlfhildar Ídu er í senn ótrúleg veisla fyrir augað og ekki síður skemmtilega reynsla í nýjum aðstæðum í utanvegahlaupi. Við gætum ekki mælt meira með því að prufa þessa helgi með henni Úlfhildi Ídu, þar sem okkar upplifun var í einu orði sagt stórkostleg.  Rauðanesið með sínar fallegu bergmyndanir í sjó rétt við fótmálið, Langanesið með svakalegum svölubyggðum á ægifögrum þverhníptum klettum ásamt frábærum ströndum svo ekki sé minnst á litina sem blasa við manni allann tímann. Ekki er síðra að fá að fylgja Úlfhildi Ídu eftir þar sem hún leiðir mann um Jökulsárgljúfrin frá sjónarhorni sem fæstir hafa upplifað þar sem hlaupið er „norðan við á“ en ekki á fjölfarnari leið sem liggur „sunnan við á“ við sömu gljúfur. Þessi upplifun er sannarlega eitthvað sem hægt er að mæla heilshugar með að allir sem hafa gaman af hlaupum  og náttúru Íslands.

Frakkarnir tveir á Dusternum

Gönguferð Nicerun

Ég fór ásamt 5 öðrum í gönguferð með NiceRun. Það var tekið á móti okkur af mikilli gestrisni! Þegar við mættum á föstudagskvöldinu fengum við besta lasagne sem ég hef smakkað, síðan drifum við okkur að labba Rauðanesið sem var ævintýri líkast. Ragnar svaraði öllum okkar spurningum og fræddi okkur um þetta magnaða nes, þegar við komum aftur heim beið okkar dýrindis eftirréttur. Á laugardeginum var okkur ekið inn að Forvöðum (austan megin við Jökulsá) en þaðan löbbuðum við niður í Vestara-Land alls 25 km. Á þessu svæði er magnað landslag, með ótrúlegu útsýni og mikið fallegra að vera þarna megin í jökulsárgljúfrunum. Veðrið hefði ekki getað verið betra. Eftir gönguna beið okkar pönnukökur og kakó með rjóma í bílnum, sannkölluð veisluhöld eftir langan en mjög skemmtilegan dag. Auðvitað beið okkar svo önnur veisla þegar heim var komið. Á sunnudeginum gengum við frá Núpskötlu yfir Rauðanúp að Grjótnesi. Þar sáum við bæði Súlur og Lunda. Einnig skoðuðum við Hvalvík og keyrðum um Leirhafnartorfuna. Þessi ferð fær sko sannarlega toppeinkunn og fór fram úr öllum okkar vonum, enda gestrisni Ragnars og Úlfhildar til fyrirmyndar. Þau gátu frætt okkur mjög vel um svæðin sem við skoðuðum og rakið sögur af fólki sem bjó þar. Við mælum svo sannarlega með að allir sem hafa einhvern áhuga á útivist skelli sér í ferð með NiceRun hvort sem það er til að ganga eða hlaupa. Þau bjóða uppá skemmtilegar og fjölbreyttar ferðir í nágrenni Þistilfjarðar

Erla Salome Ólafsdóttir